Select Page
10. mars, 2020

Ársskýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 2019 er komin út

Hæfnisetrið var stofnað fyrir rúmum tveimur árum og er hýst hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frá stofnun hefur Hæfnisetrið unnið í nánu samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki í ferðaþjónustu við m.a. að efla fræðslu í ferðaþjónustu.

Hæfnisetrið hefur lagt mikla vinnu í að ná fram viðhorfum og skoðunum ferðaþjónustunnar um nám í formlega skólakerfinu í því skyni að hafa áhrif á námsframboð menntakerfisins til handa greininni. Skýrslan Hæfni er grunnur að gæðum kom út í sumarbyrjun, en þar er að finna framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á uppbyggingu á menntun sem tengist ferðaþjónustunni.

Hæfnisetrið hefur farið í 174 heimsóknir til fyrirtækja í samstarfi við fræðsluaðila í tengslum við verkefnið Fræðsla í ferðaþjónustu. Undirritaðir hafa verið 94 samstarfsamningar sem taka til tæplega 2.900 starfsmanna. Niðurstöður af samtölum við stjórnendur þessara fyrirtækja sýna mikinn vilja þeirra til að efla gæði og bæta þjónustu við ferðamenn.

Ársskýrsluna má nálgast hér á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda