Select Page
17. maí, 2021

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fyrir árið 2020 er komin út á rafrænu formi

Verkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) eru margvísleg og samskiptanetið er stórt. FA vill eiga gott samstarf við samstarfsaðila heima og erlendis og hvetur til samvinnu og samráðs á sem fjölbreyttustum vettvangi. Í breyttum aðstæðum vegna heimsfaraldurs Covid-19 reyndi á að finna nýjar leiðir.

Tekin var upp sú nýbreytni að boða til örfunda þar sem nýjungar á vegum FA og samstarfsaðila voru kynntar fyrir starfsfólki á vettvangi framhaldsfræðslunnar og þær ræddar. Námskeið á vegum FA voru sett upp á rafrænan máta og nýrri tækni almennt beitt við miðlun efnis og samvinnu. Mikill lærdómur fólst í þeim nýskapandi lausnum sem árið kallaði á og horfir starfsfólk FA björtum augum til framtíðar. Markmiðið er að skapa enn fleiri tækifæri fyrir markhópinn til að styrkja sig í lífi og starfi og gera þá miklu hæfni sem hann býr yfir sýnilega

Helstu nýjungar FA á árinu:

  • Þróun rafrænna lausna við hæfnigreiningar
  • Rafrænt utanumhald raunfærnimats
  • Námskeið og vinnustofur fóru fram rafrænt
    • Þjálfun matsaðila í raunfærnimati
    • Þjálfun umsjónarmanna hæfnigreininga
  • Hlaðvörp
  • Fjölgun lýsinga á störfum og námsleiðum á næstaskref.is

Tímaás prýðir ársskýrsluna þar sem stiklað er á stóru yfir starfsemina árið 2020.

Sækja ársskýrslu sem pdf

Skoða ársskýrslu í flettara: