Select Page
20. maí, 2020

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fyrir árið 2019 er komin út á rafrænu formi

Á undanförnum árum hefur verið unnið að stefnumótun fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). Í þeirri vinnu var tekið mið af mögulegum áhrifum sjálfvirknivæðingar í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar á íslenskan vinnumarkað. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar, þá sem hafa minnstu formlegu menntunina? Að stefnumótuninni hafa komið bæði stjórn og starfsmenn FA. Stöðugt er unnið að endurbótum á stefnunni því aðstæður breytast hratt og eru oft ófyrirsjáanlegar.

FA hefur frá upphafi stýrt eða tekið þátt í yfir tuttugu Evrópuverkefnum sem hafa leitt af sér lærdóm inn í starfið, víkkað sjóndeildarhringinn og eflt tengslanetið. Flest verkfæranna í verkfærakistu FA hafa sprottið upp úr slíku samstarfi. Hugmyndir byggðar á þörfum hafa verið fléttaðar saman við hugmyndir og lausnir frá öðrum löndum. Þær hafa síðan náð að þróast og slípast til í formi tilrauna sem unnar hafa verið í nánu samstarfi við hagsmuna- og fræðsluaðila.

Tímaás prýðir ársskýrsluna þar sem stiklað er á stóru yfir starfsemina árið 2019.

Smelltu á myndina til að nálgast ársskýrslu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins: