Select Page

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fyrir árið 2018 er komin út á rafrænu formi.

Verkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) eru margvísleg og samskiptanetið er stórt. FA vill eiga gott samstarf við samstarfsaðila og hvetur til samtals á sem fjölbreyttustum vettvangi. Í starfinu er lögð áhersla á að ná til sem flestra í markhópnum og hlusta eftir þeirra þörfum. FA upplýsir um tækifæri til náms- og starfsþróunar, hvetur til hæfniþróunar og veitir stuðning í því ferli. Þá miðlar FA jafnframt upplýsingum um árangur starfsins og tekur þátt í innlendu og erlendu samstarfi, þar sem hagsmunir atvinnulífsins og markhópsins eru í fyrirrúmi.

Af mörgu er að taka þegar litið er yfir árið og verkefnastöðuna. Raunfærnimat, aðferðir og þróun hafa verið í brennidepli á árinu, en FA var falið af Fræðslusjóði að koma með ný verkfæri í raunfærnimati á móti viðmiðum starfa. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vann af miklum krafti með fræðsluaðilum að verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu og unnið var að því að kortleggja þarfir atvinnulífsins fyrir nám í formlega skólakerfinu. Hæfnigreiningar voru unnar fyrir nýja fagháskólastigið, sem getur haft mikla þýðingu fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar.

Tímaás prýðir ársskýrsluna þar sem stiklað er á stóru yfir starfsemina árið 2018.

Smelltu hér til að nálgast ársskýrslu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

 

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is