Select Page
5. nóvember, 2019

Áherslur í menntamálum SA

Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í gær skýrslu sem nefnist Menntun og færni við hæfi. Þar er fjallað um helstu áskoranir sem öll skólastig á Íslandi, leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðsla, standa frammi fyrir að mati SA og settar fram fjölmargar tillögur sem miða að því að bæta öll skólastig, framhaldsfræðslu og umgjörð menntamála.

Í framhaldsfræðslunni er sérstaklega talað um þá áskorun sem fyrirtæki og samfélagið standa frammi fyrir í þeim öru tæknibreytingum sem eru að eiga sér stað og þau störf sem munu hverfa og breytast vegna þess. Þessu þurfi m.a. að mæta með öflugri framhaldsfræðslu, styrkingu vinnustaðarins sem námsstaðar og skýrara hlutverki starfsmenntasjóða.

Vinna við skýrsluna stóð yfir í um tvö ár og var leitað til tuga sérfræðinga víðs vegar í skólakerfinu við vinnu hennar. Einnig voru notaðar hundruðir heimilda við vinnu skýrslunnar. Skýrsluna má lesa hér á vef SA.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda