Select Page

Raunfærnimatstvíæringurinn (VPL Biennale) fór fram 7. og 8. maí s.l. í Berlín í þriðja sinn. Um 250 manns tóku þátt, þar af 23 aðilar frá Íslandi. Boðið var upp á fjölda kynninga sem skiptust í sex þemu/vinnustofur auk kynninga á rannsóknarverkefnum tengdum raunfærnimati. Þau sex þemu sem voru í brennidepli mótuðu grunninn að ”Berlínar yfirlýsingu um raunfærnimat” sem þátttakendur unnu með í vinnustofum. Yfirlýsingunni er ætlað að hvetja stefnumótendur og hagsmunaaðila til að efla raunfærnimat þannig að það verði árangursríkara og nái til fleirri hópa.  Niðurstöðurnar eru kynntar sem drög á heimasíðu tvíæringsins hér. Þar má einnig fá upplýsingar um þá aðila sem unnu til verðlauna þetta árið í flokkunum: afurðir, ferli og stefnur (VPL prize).

Þemun sex eru:

Skipulag raunfærnimats
Fjármögnun
Ferli og verkfæri
Stuðningur
Leiðir í kjölfar raunfærnimats
Lagastoðir

Raunfærnimat á vettvangi framhaldsfræðslunnar hér á Íslandi var kynnt í vinnustofu um fjármögnun.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is