Fatlaðir standa á hliðarlínunni og einangrast

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti FA um fullorðinsfræðslu, er fjallað um náms- og starfstækifæri sem standa fötluðum til boða. Úttekt sendur yfir á þessum málum á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og er tilgangurinn að skapa meira gagnsæi um viðfangsefnið, koma á fót fleiri leiðum af ýmsu tagi fyrir þennan markhóp bæði í námi og starfi. Áhersla er lögð á að skapa jöfn tækifæri fyrir þennan þjóðfélagshóp. Fatlaðir eiga ekki að standa á upphafsreit þegar þeir yfirgefa formlega skólakerfið – eins og þeir gera oft.

Í greininni er viðtal við Helgu Gísladóttur, forstöðumann Fjölmenntar og Hildi Betty Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um þessi mál.

Lesið greinina á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar