Select Page

Fræðslusjóður

Stjórn Fræðslusjóðs

Ráðherra skipar Fræðslusjóði níu manna stjórn til fjögurra ára í senn. Formaður er skipaður án tilnefningar, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins tilnefna tvo fulltrúa hvort, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Félag íslenskra framhaldsskóla tilnefna einn fulltrúa hvort, fjármálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefna einn fulltrúa sameiginlega og velferðarráðuneyti einn. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Stjórn Fræðslusjóðs setur sér starfs- og úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir. Í þeim skal koma fram hvernig meðferð umsókna er háttað og almenn skilyrði fyrir veitingu framlaga úr sjóðnum.

Fræðslusjóður er þannig skipaður:

Aðalmenn:
Guðrún Ragnarsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
Fjóla Jónsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
Halldór Grönvold, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Garðar Hilmarsson, tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
Ársæll Guðmundsson, tilnefndur af Félagi íslenskra framhaldsskóla
Klara Baldursdóttir Briem, tilnefnd af velferðarráðuneyti
Margrét Sigurðardóttir, tilnefnd sameiginlega af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Kristín Þóra Harðardóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins

Varamenn:
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, varaformaður, skipuð án tilnefningar
Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
Hilmar Harðarson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
Birna Ólafsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
Guðbjörg Aðalbergsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra framhaldsskóla
Björg Baldursdóttir, tilnefnd af velferðarráðuneyti
Guðmundur H. Guðmundsson, tilnefndur sameiginlega af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sambandi ísl. sveitarfélaga
Ólafur Garðar Halldórsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
Bergþóra Halldórsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is