Norræn samvinna

Fulltrúar FA sitja í sérfræðingahópi NVL um raunfærnimat. Hlutverk hópsins er að móta stefnu og áherslur varðandi raunfærnimat á Norðurlöndum og miðla reynslu milli þjóðanna. Árið 2010 kom út skýrsla NVL um hvaða áskoranir eru framundan varðandi raunfærnimat á Norðurlöndum. Hægt er að nálgast hana hér á íslensku.

Þeir sem vilja nálgast frekari upplýsingar um tengslanetið geta farið inn á vefsíðu NVL (http://www.nordvux.net/ . Þar er m.a.  að finna yfirlit yfir stöðu raunfærnimats í hverju landi fyrir sig.