Hlutverk FA

Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að þróa aðferðir við mat á raunfærni og vinna að innleiðingu raunfærnimats í samstarfi við hagsmunaaðila á vinnumarkaði.

FA hefur að leiðarljósi:

  • Að skapa sátt um framkvæmd milli hagsmunaaðila
  • Að tryggja faglega framkvæmd, en halda kostnaði í lágmarki
  • Að sú þekking og færni sem metin er með raunfærnimati hafi sama vægi og þekking og hæfni sem aflað er innan skólakerfisins
  • Rétt einstaklingsins, m.a. með beinni aðkomu náms- og starfsráðgjafa að ferlinu

Helsta hlutverk FA er að tryggja gæði. Það er gert með því að miðla og veita ráðgjöf um viðurkennda aðferðafræði og aðstoða við innleiðingu í nýjum greinum. Gerð er krafa um að verkefnin séu unnin í samstarfi við hagsmunaaðila, þar með talið formlega skólakerfið ef metið er á móti námsskrá. Einnig er gerð krafa um náms- og starfsráðgjöf til þeirra sem fara í raunfærnimat, en hún er talin mikilvægur hluti af vinnuferlinu.

Stýring á framkvæmd raunfærnimatsverkefna er í höndum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva víðs vegar um landið.  Í reglugerð um framhaldsfræðslu stendur: Raunfærnimat fer fram á vegum viðurkenndra fræðsluaðila sem starfa á grundvelli laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 eða laga um framhaldsskóla nr. 92/2008.

Þjónustusamningur FA við mennta- og menningarmálaráðuneytið