Fjármögnun raunfærnimatsverkefna

Raunfærnimatsverkefni eru fjármögnuð af Fræðslusjóði. Hlutverk Fræðslusjóðs er að stuðla að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu. Jafnframt er það hlutverk sjóðsins að taka þátt í að skapa skilyrði fyrir því að einstaklingar geti nýtt sér slík námstækifæri.

Fræðslusjóður ráðstafar þeim framlögum sem Alþingi ákveður í fjárlögum hverju sinni. Úthlutanir Fræðslusjóðs greinast í meginatriðum í þrennt samkvæmt úthlutunarreglum sem ráðherra staðfestir:

  • a. framlög til fræðsluaðila til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald,
  • b. framlög til að mæta kostnaði við raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf,
  • c. styrkveitingar til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu.

Sjá nánari upplýsingar um Fræðslusjóð