Evrópa og raunfærnimat

Raunfærnimat er langt frá því að vera nýtt af nálinni á heimsvísu. Kanada, Ástralía og Holland eru oft nefnd sem leiðandi lönd en aðferðafræðin hefur nú náð góðri fótfestu í mörgum löndum Evrópu. Árið 2004 komu evrópskar leiðbeiningar um raunfærnimat og árið 2009 kom út ný uppfærsla af þeim (European guidelines for validation non-formal and informal learning). Í þeirri útgáfu er aukin áhersla lögð á samræmda aðferðafræði og gæði. 

Evrópuleiðbeiningarnar skapa ramma um verkefnið, en síðan getur hvert og eitt land skapað sér sérstöðu eftir aðstæðum. Draga má fram sérstöðu íslenska kerfisins í eftirfarandi punktum:

  • Tenging við atvinnulífið með aðkomu FA að þróun og stýringu
  • Afmarkaður markhópur, einstaklingar sem hafa ekki lokið framhaldsskóla
  • Náms- og starfsráðgjöf hluti af ferlinu
  • Miðlæg stýring og söfnun upplýsinga um árangur og kostnað
  • Hópatengd verkefni með áherslu á þarfir einstaklingsins og einstaklingsbundið mat

Hér má sjá frekari upplýsingar um Evrópuleiðbeiningar heild sinni og hér má sjá úrdrátt á íslensku


Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur  tekið þátt í Evrópuverkefnum um raunfærnimat og þar af stýrt tveimur slíkum. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðum þeirra:

REVOW, http://revow.eu/home-page/

VOW  www.valueofwork.org

Observal http://observal.org/homepage

ValidAid http://www.validaid.eu/

CREAC - http://www.adam-europe.eu/adam/project/view.htm?prj=6140

Retail  http://www.adam-europe.eu/adam/project/view.htm?prj=6140