Verslunarfulltrúi

 

Verslunarfulltrúi er 580 klukkustunda nám

Námsskráin lýsir námi fyrir verslunarfulltrúa á 2. þrepi, skipt í 26 námsþætti, lokaverkefni og starfsþjálfun. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi. Námið er sniðið að þeim sem eru 20 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Markmið námsins er að tryggja að verslunarfulltrúi hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum verkefnum samkvæmt hæfnigreiningu starfsins.

Leitaðu frekari upplýsinga hjá fræðslustofnun sem kennir samkvæmt námleiðinni, lista yfir fræðslustofnanir ásamt símanúmerum og tenglum á heimasíður þeirra má finna HÉR.

Námskráin öll er aðgengileg HÉR.