Verkfærni í framleiðslu

Námskráin lýsir námi á sviði málm- og tæknigreina á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 9 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við málm- og tæknigreinar. Markmið námsins er að auka þekkingu, leikni og hæfni námsmanna á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum. Áhersla er lögð á að auka skilning námsmanna á þverfaglegri starfsemi framleiðslufyrirtækis og styrkja þá til frekara náms. Jafnframt er í náminu lögð áhersla á að námsmenn læri að læra og efli sjálfstraust sitt og starfshæfni. Námið spannar 220 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 11 eininga á framhaldsskólastigi.

Leitaðu frekari upplýsinga hjá fræðslustofnun sem kennir samkvæmt námleiðinni, lista yfir fræðslustofnanir ásamt símanúmerum og tenglum á heimasíður þeirra má finna HÉR.

Námsskrá