Tækniþjónusta

Námskráin Tækniþjónusta er unnin samkvæmt hæfnigreiningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í samstarfi við Framvegis - miðstöð símenntunar og byggir á starfaprófílnum "Starfsmaður við tækniþjónustu". Tækniþjónusta lýsir námi á 2. þrepi, skipt í 8 námsþætti sem byggja á hæfniþáttum starfaprófílsins. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við tækniþjónustu. Námið er sniðið að þeim sem eru 20 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki.

Námið er 140 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsskráin á pdf sniði.