Stafsnám í vöruhúsi

Námskráin Starfsnám í vöruhúsi lýsir námi á 2. þrepi fyrir starfsfólk í vöruhúsum eða á lager en hún hentar einnig einstaklingum sem hafa hug á að sinna slíku starfi. Námið er sniðið að fólki sem er 20 ára eða eldri og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni starfsfólks í vöruhúsum sem tekur á móti vörum og afgreiðir vörur ásamt því að fylgjast með vörulager.

Námskráin er 120 klukkustundir á lengd, skipt í 7 námþætti. Mögulegt er að meta hana til 6 eininga á framhaldsskólastigi.

Leitaðu frekari upplýsinga hjá fræðslustofnun sem kennir samkvæmt námleiðinni, lista yfir fræðslustofnanir ásamt símanúmerum og tenglum á heimasíður þeirra má finna HÉR.

Námsskráin öll er aðgengileg HÉR.