Móttaka og miðlun

Móttaka og miðlun lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 5 námsþætti. Námskráin Móttaka og miðlun lýsir námi á 2. þrepi sem skiptist í 5 námsþætti. Markmið með náminu er að auka hæfni námsmanna við að taka á móti viðskiptavinum og að veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja. Í þjónustugreinum er mikilvægt að veita starfsfólki viðeigandi þjálfun til að bregðast við ólíkum væntingum og kröfum viðskiptavina, á faglegan hátt. Í náminu er fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Einnig er fjallað um orðspor fyrirtækja og traust viðskiptavina. Náminu er ætlað að styrkja starfshæfni og sjálfstraust þátttakenda ásamt því að koma til móts við þarfir atvinnulífsins.
Heildarlengd námsins er 60 klukkustundir sem má meta til 3 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskráin á pdf sniði.