Að lesa og skrifa á íslensku

Að lesa og skrifa á íslensku lýsir námi, á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra og er ólæst eða illa læst á latneskt letur. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli tölvufærni sína, sem og sjálfstraust sitt.

Námskráin er 100 klukkustunda löng, skipt í tvo námsþætti. Umfang námsins samsvarar 5 eininga námi á framhaldsskólastigi.

Leitaðu frekari upplýsinga hjá fræðslustofnun sem kennir samkvæmt námleiðinni, lista yfir fræðslustofnanir ásamt símanúmerum og tenglum á heimasíður þeirra má finna HÉR.

Námsskráin öll er aðgengileg HÉR.