NÁMSKRÁR

 

Starfstengdar námskrár

Eitt meginhlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að semja námsskrár og vinna með samstarfsaðilum að þróun þeirra. Námsskrár FA eru fjölbreyttar og er ætlað að mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja sem og þörfum atvinnulífsins.

Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land sjá um að halda námskeið samkvæmt námsskránum með stuðningi frá Fræðslusjóði. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur metið námsskrárnar til eininga á framhaldsskólastigi.

 

Frekari upplýsingar um fræðslustofnanir sem kenna eftirfarandi námskrár er að finna HÉR.

 

Ýttu á + til að fá nánari upplýsingar um námskrárnar.

FAGNÁM Í UMÖNNUN FATLAÐRA

Fagnám í umönnun fatlaðra lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 12 námsþætti. Námskráin Fagnám í umönnun fatlaðra lýsir námi á 2. þrepi sem skiptist í 12 námsþætti. Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Breyttar áherslur í starfi kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu.
Námið var upphaflega þróað af Fræðslusetrinu Starfsmennt árið 2002 í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila en það hefur tekið nokkrum breytingum í samræmi við breyttar kröfur og nýjungar í þjónustunni.
Námið spannar 324 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá

FAGNÁMSKEIÐ FYRIR STARFSMENN Í FÉLAGS- OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu er 198 kennslustundir.

Má meta til allt að 15 eininga.

Ætlað þeim sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og eru á vinnumarkaði.

Námsskrá

FAGNÁMSKEIÐ I FYRIR STARFSMENN Í FÉLAGS- OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

Fagnámskeið I fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu er 61 kennslustund.

Má meta til allt að 5 eininga.

Ætlað þeim sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og eru á vinnumarkaði.

Námsskrá

FAGNÁMSKEIÐ II FYRIR STARFSMENN Í FÉLAGS- OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

Fagnámskeið II fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu er 60 kennslustund.

Má meta til allt að 5 eininga.

Ætlað þeim sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og eru á vinnumarkaði.

Námsskrá

FAGNÁMSKEIÐ FYRIR STARFSMENN LEIKSKÓLA

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla er 210 kennslustundir sem má meta til allt að 17 eininga. Námskráin er ætluð þeim sem eru á vinnumarkaði, eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna á leikskólum.

Námsskrá

FERÐAÞJÓNUSTA - FISKUR OG FERÐAÞJÓNUSTA

Fiskur og ferðaþjónusta er 300 kennslustundir.

Má meta til til allt að 24 eininga.

Ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem þjóna ferðamönnum á gisti- og veitingastöðum eða afþreyingarfyrirtæki.

Eftirfarandi 3 námsskrár lýsa einnig námi fyrir þau sem starfa í ferðaþjónustu.

 • Færni í ferðaþjónustu II
 • Laugar, lindir og böð
 • Fiskur og ferðaþjónusta

Námsskrá

Ummæli námsmanna

FERÐAÞJÓNUSTA - FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU I

Færni í ferðaþjónustu I er 60 kennslustundir.

Má meta til allt að 5 eininga.

Ætlað þeim sem starfa í ferðaþjónustu, eru 20 ára og eldri og hafa ekki lokið framhaldsskóla.

Eftirfarandi 3 námsskrár lýsa einnig námi fyrir þau sem starfa í ferðaþjónustu.

 • Færni í ferðaþjónustu II
 • Laugar, lindir og böð
 • Fiskur og ferðaþjónusta

Námsskrá

Ummæli námsmanna

FERÐAÞJÓNUSTA - FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU II

Færni í ferðaþjónustu II er 100 kennslustundir.

Má meta til allt að 9 eininga.

Ætlað þeim sem starfa í ferðaþjónustu, eru 20 ára og eldri og hafa ekki lokið framhaldsskóla.

Eftirfarandi eru 3 námsskrár lýsa einnig námi fyrir þau sem starfa í ferðaþjónustu.

 • Færni í ferðaþjónustu I
 • Laugar, lindir og böð
 • Fiskur og ferðaþjónusta

Námskrá

FERÐAÞJÓNUSTA - LAUGAR, LINDIR OG BÖÐ

 

Ferðaþjónusta laugar, lindir og böð er 107 kennslustundir.

Má meta til allt að 9 eininga.

Ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldra en 20 ára og með stutta skólagöngu.

Eftirfarandi 3 námsskrár lýsa einnig námi fyrir þau sem starfa í ferðaþjónustu.

 • Færni í ferðaþjónustu I
 • Færni í ferðaþjónustu II
 • Fiskur og ferðaþjónusta

Námsskrá

FJÖLVIRKJAR

Fjölvirkjar er 170 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 13 eininga.

Ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki og eru lykilstarfsmenn í iðnaðar-, framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum.

Námsskrá

FRÆÐSLA Í FORMI OG LIT

Fræðsla í formi og lit er 200 klukkustunda nám fyrir tilraunakennslu.

Námið er ætlað fólki á vinnumarkaði 20 ára og eldra með stutta formlega skólagöngu að baki sem hefir áhuga á skapandi starfi, hugmyndavinnu, myndgerð, framsetningu og myndlistarsögu.

Námsskrá

GRUNNNÁMSKEIÐ FYRIR FISKVINNSLUFÓLK

Námsskráin Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk lýsir námi fyrir fiskvinnslufólk á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 13 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni námsmanna.

Námið er sniðið að þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Fyrirkomulagi námsins er lýst í 18. kafla kjarasamnings SA og Starfsgreinasambandsins/Flóans frá 29. maí 2015. Námið er 128 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsskrá

Námskráin á ensku

Námskráin á pólsku

Námskráin á tælensku

GRUNNÁM FYRIR SKÓLALIÐA

Grunnnám fyrir skólaliða er 70 kennslustundir.

Má meta til allt að 6 eininga.

Ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum á því sviði.  Námið getur einnig nýst þeim sem aðstoða kennara þegar þeir sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð svo og þeim sem líta eftir börnum á leikskólum.

Námsskrá

JARÐLAGNATÆKNI

Jarðlagnatækni er 300 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 24 eininga.

Ætlað fólki á vinnumarkaði sem eru verkamenn, flokksstjórar, verkstjórar og verktakar, sem vinna við nýlagnir, endurbætur, viðhald og viðgerðir rafstrengja, vatnslagna, hitalagna, fjarskiptalagna og fráveitna í jörð.

Námsskrá

Ummæli námsmanna

MEÐFERÐ MATVÆLA

Meðferð matvæla er 60 kennslustundir.

Námið má meta til allt að 5 eininga og er ætlað þeim sem eru eldri en 20 ára, með stutta skólagöngu og eru á vinnumarkaði.

Námsskrá

MÓTTAKA OG MIÐLUN

Móttaka og miðlun lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 5 námsþætti. Námskráin Móttaka og miðlun lýsir námi á 2. þrepi sem skiptist í 5 námsþætti. Markmið með náminu er að auka hæfni námsmanna við að taka á móti viðskiptavinum og að veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja. Í þjónustugreinum er mikilvægt að veita starfsfólki viðeigandi þjálfun til að bregðast við ólíkum væntingum og kröfum viðskiptavina, á faglegan hátt. Í náminu er fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Einnig er fjallað um orðspor fyrirtækja og traust viðskiptavina. Náminu er ætlað að styrkja starfshæfni og sjálfstraust þátttakenda ásamt því að koma til móts við þarfir atvinnulífsins.
Heildarlengd námsins er 60 klukkustundir sem má meta til 3 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá

NÁM Í STÓRIÐJU

Nám í stóriðju er 820  kennslustundir, 50 mínútna langar eða 1025 kennslustundir 40 mínútna langar.

Grunnnám meta til allt að 34 eininga.

Framhaldsnám má meta til allt að 44 eininga.

Ætlað starfsmönnum fyrirtækja þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni og rafgreining, efnisvinnsla, steypa, kerfóðrun, flutningar, rannsóknir, ofngæsla, mölun og sigtun eru meðal þess sem þarf til framleiðslunnar.

Námsskrá

NÁM Í STÓRIÐJU - GRUNNNÁM (2017)

Nám í stóriðju – grunnnám lýsir námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 20 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni og rafgreining, efnisvinnsla, steypa, kerfóðrun, flutningar, rannsóknir, ofngæsla, mölun og sigtun eru meðal þess sem þarf til framleiðslunnar. Tilgangur námsins er að auka hæfni starfsfólks til að sinna fjölbreyttum störfum í stóriðju, auka öryggi við vinnu, styrkja starfs- og samskiptahæfni, auka starfsánægju og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, ásamt því að auka verðmætasköpun, auðvelda innleiðingu breytinga og styrkja samkeppnisstöðu stóriðjufyrirtækja. Í náminu er lögð áhersla á lærdómsferlið, að námsmenn auki hæfni sína í að afla og miðla upplýsingum og efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Þeir sem ljúka þessu námi eiga þess kost að fara í Nám í stóriðju – framhaldsnám.
Námið er 400 klukkustunda langt sem meta má til allt að 20 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá

NÁM Í STÓRIÐJU - FRAMHALDSNÁM (2017)

Nám í stóriðju – framhaldsnám lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 13 námsþætti. Nám í stóriðju – framhaldsnám lýsir námi á 2. þrepi, skipt í 13 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju og hafa lokið námi samkvæmt námskránni Nám í stóriðju – grunnnám. Námið miðast við fyrirtæki þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni og rafgreining, efnisvinnsla, steypa, kerfóðrun, flutningar, rannsóknir, ofngæsla, mölun og sigtun eru meðal þess sem þarf til framleiðslunnar. Tilgangur námsins er að auka hæfni starfsfólks til að sinna fjölbreyttum störfum í stóriðju, auka öryggi við vinnu, styrkja starfs- og samskiptahæfni, auka starfsánægju og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, ásamt því að auka verðmætasköpun, auðvelda innleiðingu breytinga og styrkja samkeppnisstöðu stóriðjufyrirtækja. Í náminu er lögð áhersla á lærdómsferlið, að námsmenn auki hæfni sína í að afla og miðla upplýsingum og efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.
Vinnuframlag námsmanns er 500 klukkustundir sem meta má til allt að 25 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá

SMIÐJA

Smiðja lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í tvo námsþætti. Megintilgangur með námi í Smiðju er að námsmenn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform.

Námskráin er skrifuð sem snið fyrir fræðsluaðila til að skrifa námslýsingar í list- og verkgreinum. Í því felst að FA staðfestir námslýsingar frá fræðsluaðilum og birtir þær á vef sínum. Viðfangsefnin geta verið fjölbreytt en æskilegt er að Smiðjan henti staðbundnum þörfum á vinnumarkaði. Námskráin byggir á námskránni Opin smiðja sem var þróunarverkefni hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins árið 2010. Námið er 160 klukkustunda langt, þar af eru 80 klukkustundir verkefnavinna án leiðbeinanda. Mögulegt er að meta námið til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá

Dæmi um námslýsingar fyrir smiðju:

SKRIFSTOFUSKÓLINN

Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám fyrir tilraunakennslu til 20.6.2014.

Má meta til allt að 18 eininga.

Ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.

Sjá kynningarmyndband um námsleiðina

Námsskrá

Skrifstofuskólinn Tilraunakennsla er 160 klukkustunda nám fyrir tilraunakennslu til 27. mars 2014.

Ætlað þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu og vilja vinna almenn skrifstofustörf

Námsskrá

 

STARFSNÁM Á SAMGANGNA- UMHVERFIS OG FRAMKVÆMDASVIÐI

Starfsnám á samgangna-, umhverfis- og framkvæmdasviði er 200 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 15 eininga.

Ætluð þeim sem eru eldri en 20 ára, hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi, vinna á samgangna-, umhverfis- og framkvæmdasviði sveitarfélags eða vinna sambærileg störf á vegum verktaka.

Námsskrá

STARFSNÁM Í VÖRUHÚSI

Námskráin Starfsnám í vöruhúsi lýsir námi á 2. þrepi fyrir starfsfólk í vöruhúsum eða á lager en hún hentar einnig einstaklingum sem hafa hug á að sinna slíku starfi. Námið er sniðið að fólki sem er 20 ára eða eldri og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni starfsfólks í vöruhúsum sem tekur á móti vörum og afgreiðir vörur ásamt því að fylgjast með vörulager.

Námskráin er 120 klukkustundir á lengd, skipt í 7 námþætti. Mögulegt er að meta hana til 6 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá

STARFSNÁM STUÐNINGSFULLTRÚA GRUNNNÁM

Starfsnám stuðningsfulltrúa á félags- og heilbrigðissviði – Grunnnám – er 162 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 13 eininga.

Starfsnám stuðningsfulltrúa á félags- og heilbrigðissviði – Grunnnám – er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldra en 20 ára með stutta formlega skólagöngu.

Námsskrá

STARFSNÁM STUÐNINGSFULLTRÚA - FRAMHALDSNÁM

Starfsnám stuðningsfulltrúa á félags- og heilbrigðissviði – Framhaldsnám – er 84 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 7 eininga.

Starfsnám stuðningsfulltrúa á félags- og heilbrigðissviði – Framhaldsnám  – er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldra en 20 ára með stutta formlega skólagöngu. Einnig þeim sem hyggjast starfa sem stuðningsfulltrúar á félags- og heilbrigðissviði.

Námsskrá

STÖKKPALLUR

Námskráin Stökkpallur lýsir námi á 1. þrepi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa námsmenn til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi og til áframhaldandi náms.

Námsmenn vinna markvisst að eigin færniuppbyggingu með markmiðasetningu, þjálfun í samskiptum og tjáningu, auknu fjármálalæsi, skipulögðum vinnubrögðum við upplýsingaleit og aukinni hæfni til að taka þátt í námi og starfi. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Tilgangur þess er að virkja þá til þátttöku í atvinnulífi eða til áframhaldandi náms, auðvelda þeim að takast á við verkefni sem þeim eru falin á vinnustað eða hjá fræðsluaðila og stuðla þannig að jákvæðu viðhorfi til vinnumarkaðar og áframhaldandi náms.

Námskráin er 180 klukkustundir og skiptist í 4 námsþætti. Mögulegt er að meta hana til 10 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsskrá

SÖLU-, MARKAÐS- OG REKSTRARNÁM

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er 273 klukkustunda nám.

Ætlað þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu og vilja vinna við sölu- og markaðsstörf eða stofna til eigin reksturs.

Námið má meta til allt að 30 eininga.

Námsskrá

TÆKNIÞJÓNUSTA

Námskráin Tækniþjónusta er unnin samkvæmt hæfnigreiningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í samstarfi við Framvegis – miðstöð símenntunar og byggir á starfaprófílnum „Starfsmaður við tækniþjónustu“. Tækniþjónusta lýsir námi á 2. þrepi, skipt í 8 námsþætti sem byggja á hæfniþáttum starfaprófílsins. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við tækniþjónustu. Námið er sniðið að þeim sem eru 20 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki.

Námið er 140 klukkustunda langt og mögulegt að meta það til 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsskrá

TÖLVUUMSJÓN

Námskráin Tölvuumsjón lýsir námi á 2.þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem skiptist í 12 námsþættir. Tilgangur námsins er að efla hæfni þeirra sem vinna við, eða hafa hug á að vinna við tölvuviðgerðir og þjónusta tölvukerfi. Markmið námsins er að námsmenn öðlist grunnhæfni á sviði tölvuumsjónar.

Að loknu námi í Tölvuumsjón geta námsmenn bætt við sig hæfni á þessu sviði, til dæmis í kerfisstjórn eða tækniþjónustu.

Námið spannar 344 klukkustundir, skipt í 12 námsþætti. Mögulegt er að meta námið til 17 eininga á framhaldsskólastigi.

Námskrá

VERKFÆRNI Í FRAMLEIÐSLU

Námskráin Verkfærini í framleiðslu  lýsir námi á sviði málm- og tæknigreina á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 9 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við málm- og tæknigreinar. Markmið námsins er að auka þekkingu, leikni og hæfni námsmanna á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum. Áhersla er lögð á að auka skilning námsmanna á þverfaglegri starfsemi framleiðslufyrirtækis og styrkja þá til frekara náms. Jafnframt er í náminu lögð áhersla á að námsmenn læri að læra og efli sjálfstraust sitt og starfshæfni. Námið spannar 220 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 11 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsskrá í gagnagrunni namskra.is

Námskrá á pdf

VERSLUNARFAGNÁM

Verslunarfagnám er starfstengt nám sem fer fram bæði í skóla og á vinnustað. Það skiptist í 510 kennslustunda skólanám og 340 klukkustunda vinnustaðanám (samtals 1020 kennslustundir eða 680 klukkustundir).

Má meta til allt að 51 einingu.

Ætlað starfandi verslunarfólk sem sinnir almennum störfum í verslunum, sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.

Námsskrá

VERSLUNARFULLTRÚI

Verslunarfulltrúi er 580 klukkustunda nám

Námsskráin lýsir námi fyrir verslunarfulltrúa á 2. þrepi, skipt í 26 námsþætti, lokaverkefni og starfsþjálfun. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi. Námið er sniðið að þeim sem eru 20 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Markmið námsins er að tryggja að verslunarfulltrúi hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum verkefnum samkvæmt hæfnigreiningu starfsins.

Námskrá

VÖRUFLUTNINGASKÓLINN

Vöruflutningaskóli er 226 klukkustunda eða 339 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 23 eininga.

Ætlaður fólki á vinnumarkaði sem eru starfsmenn flutningafyrirtækja.

Námsskrá

ÞJÓNUSTULIÐAR

Þjónustuliðar – grunnnám er 60 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 5 eininga.

Ætlað fólki á vinnumarkaði sem er eldra en 20 ára, með stutta skólagöngu og starfa í ræstingum, býtibúrum, matsölum og þvottahúsum.

Námsskrá

ÖRYGGISVARÐANÁM

Öryggisvarðanám er 300 kennslustunda nám.

Má meta til allt að 24 eininga.

Ætlað fólki á vinnumarkaði sem er eldra en 20 ára, með stutta skólagöngu og starfa hjá fyrirtæki sem annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni.

Námsskrá

Share This