NÁMSKRÁR

 

Almennar námskrár

Eitt meginhlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að semja námsskrár og vinna með samstarfsaðilum að þróun þeirra. Námsskrár FA eru fjölbreyttar og er ætlað að mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja sem og þörfum atvinnulífsins.

Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land sjá um að halda námskeið samkvæmt námsskránum með stuðningi frá Fræðslusjóði. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur metið námsskrárnar til eininga á framhaldsskólastigi.

 

Frekari upplýsingar um fræðslustofnanir sem kenna eftirfarandi námskrár er að finna HÉR.

 

Ýttu á + til að fá nánari upplýsingar um námskrárnar.

AÐ LESA OG SKRIFA Á ÍSLENSKU

Að lesa og skrifa á íslensku lýsir námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna sem er 20 ára og eldra og er ólæst eða illa læst á latneskt letur. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri grunn í lestrar- og skriftartækni, þekki og þjálfi íslensk málhljóð og framburð og efli tölvufærni sína, sem og sjálfstraust sitt.

Námskráin er 100 klukkustunda löng, skipt í tvo námsþætti. Umfang námsins samsvarar 5 eininga námi á framhaldsskólastigi.

Námskrá

AFTUR Í NÁM

Aftur í nám er 95 kennslustundir og má meta til allt að 7 eininga. Námskráin er ætluð þeim sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun.

Sjá kynningarmynd um námsleiðina

Bæklingur 

Námsskrá

GRUNNMENNTASKÓLINN

Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustundir og má meta til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi. Grunnmenntaskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði, sem er eldra en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu.

Sjá kynningarmyndband um námsleiðina

Bæklingur

Námsskrá

LANDNEMASKÓLINN

Landnemaskóli er 120 kennslustunda námskrá sem má meta til allt að 10 eininga. Námskráin er ætluð fullorðnu fólki á vinnumarkaði, sem ekki eiga íslensku að móðurmáli.

Kynningarmynd um námsleiðina

Námskrá

Ummæli námsmanna

Kynning á ensku

Kynning á pólsku

LANDNEMASKÓLI II

Landnemaskóli II er 120 kennslustunda nám sem má meta til allt að 10 eininga.

Landnemaskóli II er ætlaður þeim sem eru eldri en 20 ára, af erlendum uppruna og hafa lokið Landnemaskóla I.

Námsskrá

MENNTASTOÐIR

Menntastoðir eru 660 kennslustunda nám sem má meta til allt að 50 eininga

Menntastoðir eru ætlaðar þeim sem hafa ekki lokið framhaldsskóla, eru að minnsta kosti 23 ára, eru í vinnu eða eru atvinnuleitendur. Menntastoðir geta verið aðfararnám frumgreinadeilda háskóla.  Námsárangur í Menntastoðum er meðal annars metinn með prófum.

Sjá kynningarmyndband um námsleiðina

Námsskrá

MFA - SKÓLINN

MFA-skólinn er 350 kennslustundir og má meta til allt að 27 eininga. Hann er ætlaður atvinnulausum einstaklingum, með stutta formlega skólagöngu og eru komnir af unglingsaldri.

Námsskrá

NÁM OG ÞJÁLFUN Í ALMENNUM BÓKLEGUM GREINUM

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustundir og má meta til allt að 24 eininga.

Námskráin er ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi.

Námsskrá

SKREF TIL SJÁLFSHJÁLPAR Í LESTRI OG RITUN

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun lýsir námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í fimm námsþætti. Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun. Áhersla er lögð á að námsmenn kynnist mismunandi aðferðum við að hjálpa sér sjálfir að bæta sig í lestri og ritun meðan á námskeiði stendur og eftir að því lýkur.

Markmið með náminu er annars vegar að námsmenn upplifi öryggi og sjálfsstyrk í lestri, stafsetningu, ritun og tjáningu og geti nýtt sér upplýsingatæknina sér til aðstoðar. Hins vegar er markmiðið að auðvelda námsmönnum nám innan menntastofnana og þátttöku í hinu daglega lífi.

Námskráin getur hentað til þjálfunar í lestri og ritun á fleiri tungumálum en íslensku, svo sem ensku og dönsku.Námið er 40 klukkustunda langt og mögulegt er að meta það til tveggja eininga á framhaldsskólastigi. Námsskráin Aftur í nám lýsir annars konar aðferðum til að fást við sömu erfiðleika.

Námsskrá

Ummæli námsmanna

STERKARI STARFSMAÐUR

Sterkari starfsmaður er 150 kennslustundir og má meta til allt að 12 eininga.

Ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni sína til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum.

Námsskrá

Share This