Námskrár

Að lesa og skrifa á íslensku
Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða.
Aftur í nám
Námið er ætlað þeim sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun.
Efling stafrænnar hæfni: grunnnám í forritun
Námið er ætlað þeim sem vilja fá þjálfun í að búa til forrit og tileinka sér sjálstæð vinnubrögð og hugsun í forritunarumhverfi.
Fagnám fyrir starfsþjálfa
Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfsþjálfun á sínum vinnustað.
Fagnám í umönnun fatlaðra
Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra og veita framsækna og metnaðarfulla þjónustu.
Fagnámskeið fyrir starfsmenn í félags- og heilbrigðisþjónustu
Námið er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum eða öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum.
Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla
Námið er ætlað þeim sem vinna á leikskólum en hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi.
Félagsliðagátt
Námið felur í sér þjálfun til að styðja við og efla færni þjónustunotenda við athafnir daglegs lífs, stuðla að auknu sjálfstæði þeirra og jákvæðri sjálfsmynd.
Ferðaþjónn
Náminu er ætlað einstaklingum sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa hug á að hefja þar störf.
Ferðaþjónusta –  Veitingasalur
Markmið námsins er að búa nemendur undir fjölbreytt þjónustustörf í veitingasal á borð við móttöku gesta, viðeigandi upplýsingagjöf, að taka við pöntunum og þjóna til borðs.
Ferðaþjónusta – móttaka á gististöðum
Markmið námsins er að fólk sem lýkur því hafi þá hæfni sem þarf til að taka á móti fjölbreyttum hópi gesta, miðla upplýsingum til gesta og samstarfsfólks auk þess að sinna öðrum skilgreindum verkefnum starfsins.
Ferðaþjónusta I
Námið er ætlað þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í starfi við ferðaþjónustu eða hafa hug á að sinna slíkum störfum.
Ferðaþjónusta II
Markmið námsins er einnig að vera góður undirbúningur til þróunar í starfi sem og fyrir sérhæfðara nám á sviði ferðaþjónustu.
Fjölvirkjar
Tilgangur námsins er að námsmenn fái nytsamlegar upplýsingar um starf sitt innan fyrirtækisins sem þeir starfa hjá.
Fræðsla í formi og lit
Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á skapandi starfi, hugmyndavinnu, myndgerð, framsetningu myndlistar og myndlistarsögu.
Grunnmennt
Námið er ætlað fólki sem vill byggja upp haldgóða undirstöðu í kjarnagreinunum og undirbúa sig skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.
Grunnnám fyrir skólaliða
Tilgangur námsins er fyrst og fremst að efla aðstoðarfólk leik- og grunnskóla í starfi.
Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk
Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu.
Íslensk menning og samfélag 
Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.
Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun
Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu.
Meðferð matvæla
Námsskráin lýsir námi sem er ætlað þeim sem starfa við eldi eða ræktun spendýra, fugla, fiska eða korns, úrvinnslu, geymslu eða sölu afurða, gerð, geymslu eða sölu matvæla.
Menntastoðir
Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, ljúka framhaldsskóla eða vilja efla hæfni sína í ABG skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.
Móttaka og miðlun 
Markmið með náminu er að auka hæfni námsmanna við að taka á móti viðskiptavinum og að veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja.
Nám í stóriðju – framhaldsnám
Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju og hafa lokið námi samkvæmt námskránni Nám í stóriðju - grunnnám.
Nám í stóriðju – grunnnám
Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni.
Samfélagstúlkur
Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun eins og því er lýst í starfaprófíl.
Skjalaumsjón
Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við skjölun og frágang skjala.
Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun
Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun.
Skrifstofunám
Markmiðið er að veita fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hæfni til að starfa við sem fjölbreyttust störf á skrifstofu og verða fjölhæfur og góður starfskraftur.
Skrifstofuskólinn
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum.
Smiðja
Megintilgangur með námi í Smiðju er að námsmenn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform.
Smiðja 1 – 1
Megintilgangur með námi í Smiðju er að nemar kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á samþættingu huga og handa, sköpunarkraft og fjölbreytt tjáningarform.
Smiðja 1 – 2
Megintilgangur með námi í Smiðju er að nemar kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á samþættingu huga og handa, sköpunarkraft og fjölbreytt tjáningarform.
Smiðja 2-1
Megintilgangur með námi í Smiðju er að nemar kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á samþættingu huga og handa, sköpunarkraft og fjölbreytt tjáningarform.
Sölu- markaðs- og rekstrarnám
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna, eða hafa hug á að sinna, sölustörfum, markaðsmálum eða að stofna til eigin reksturs.
Starf í íþróttahúsi
Markmið námsins er að tryggja að starfsfólk íþróttamannvirkja hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum í samræmi við starfaprófílinn.
Starfsnám í vöruhúsi
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni starfsfólks í vöruhúsum sem tekur á móti vörum og afgreiðir vörur ásamt því að fylgjast með vörulager.
Sterkari starfskraftur
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við almenn skrifstofustörf og auka færni þeirra við upplýsingatækni.
Stökkpallur
Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.
Sundlaugarvörður
Markmið námsins er að tryggja að starfsfólk sundstaða hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum í samræmi við starfaprófílinn.
Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans
Markmið námskrárinnar er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu.
Tækniþjónusta
Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við tækniþjónustu.
Tölvuumsjón
Tilgangur námsins er að efla hæfni þeirra sem vinna við, eða hafa hug á að vinna við, tölvuviðgerðir og að þjónusta tölvukerfi.
Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð
Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem síst afla sér menntunar og greiða leið þeirra til áframhaldandi náms og virkni með hvatningu og sjálfstyrkingu að leiðarljósi.
Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun
Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við upplýsingatækni eins og því er lýst í starfaprófíl.
Velferðatækni
Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu.
Verkfærni  í framleiðslu
Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við málm- og tæknigreinar.
Verslunarfulltrúi
Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi.
Vöruflutningaskólinn
Tilgangur námsins er að efla starfsmenn flutningafyrirtækja í starfi með því að efla sjálfstraust og styrkja faglega hæfni þeirra.
Þjónustuliðar – grunnnám
Tilgangur námsins er að auðvelda námsmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin í starfi og að auðvelda þeim að flytja sig milli starfa með litlum fyrirvara.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar