Námskeið fyrir umsjónarmenn greininga

Hjá FA eru haldin námskeið fyrir samstarfsaðila sem hafa hug á að gerast umsjónarmenn greininga eða vilja kynnast því hvernig þær fara fram. Til að verða umsjónarmaður greininga þarf að hafa sótt þetta námskeið eða aðra samsvarandi fræðslu til FA. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, umræðu, hópvinnu og verkefnum í samræmi við vinnubrögð í hæfnigreiningum FA.

Hlutverk og verkefni umsjónarmanna eru nánar útfærð í handbók fyrir umsjónarmenn greininga.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi fyrir námskeiðið kynnt sér aðferðina með því að lesa kynningarefnið og efni sem FA sendir þeim.

Kynntar eru þær reglur sem gilda milli FA og samstarfsaðila um afnot af gögnum vegna greininga á hæfni­kröfum starfa og hvernig samstarfi er háttað í greiningarverkefnum.

Þátttakendum er boðið upp á sjálfsmat til að meta stöðu sína að námskeiði loknu.

Námskeiðið er alls 10 klst. Auk þess er gert ráð fyrir undirbúningi þátttakenda u.þ.b. 3-6 klst.

Hér má nálgast nánari lýsingu á námskeiðinu og sjálfsmat:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar