Stiklur 4

Fjölbreyttar kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu - hraðnámsaðferðir - 5 klst. (7 kennslustundir)

Innihald: Fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu tengdar við mismunandi námsnálgun, lykilhæfniþætti og námsviðmið.

Vinnubrögð: Áhersla lögð á að skoða og skilgreina ýmsar náms- og kennsluaðferðir og hvernig þær henta mismunandi námsviðmiðum og aðstæðum á vettvangi. Þátttakendur prófa aðferðirnar, ræða áhrif þeirra og safna saman aðferðum sem þeir vilja  nýta í eigin verkefnum.