Select Page

2018

Hvetjum til fræðslu og þjálfunar starfsfólks!

Steinþór Rafn Matthíasson

Á Íslandi er unnið að tilraunaverkefni til að efla hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu. Starfsfólk Hæfnisetursins og samstarfsaðila, sem eru símenntunarmiðstöðvar og fræðslufyrirtæki, heimsækja stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu með tilboði um að greina þarfir fyrir fræðslu og móta stefnu þar að lútandi. Ennfremur er stuðlað að svæðisbundnu samstarfi fyrirtækja í klösum við fræðsluaðila um námskeiðahald og þjálfun.

Hvað segja stjórnendur?

Verkefnastjóri Hæfnisetursins hafði samband við tvo stjórnendur og bað um álit á mikilvægi fræðslu í rekstri fyrirtækja og atvinnugreina. Stjórnendurnir eru þau Sólborg Lilja Sigurþórsdóttir, hótelstjóri á Hótel Holti í Reykjavík og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Þjálfun og fræðsla eru lykilatriði

Sólborg hefur mikla reynslu af stjórnun hótela og deildi með okkur reynslu sinni af verkefni sem henni var falið við undirbúning að opnun stærsta hótels Íslands á landsbyggðinni, hótel Stracta á Hellu.

„Ég skipulagði fræðsludaga þar sem meðal annars var lögð áhersla á þjónustu, öryggismál, hjálp í viðlögum og síðast en ekki síst upplýsingar um ferðaþjónustuaðila og áhugaverða staði í nágrenninu. Við gerðum einnig kynningarefni um hótelið sjálft svo allir starfsmenn vissu fyrir hvað Stracta Hótel á Hellu stæði,“ segir Sólborg.

Steinþór Rafn Matthíasson

Ef ég hefði eitthvað gott um mig að segja

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is