Select Page

Í ársbyrjun fór í loftið upplýsinga- og ráðgjafavefurinn NæstaSkref.is. Svo virðist sem vefurinn sé töluvert mikið sóttur en fyrstu vikuna sem aðsókn var mæld voru 736 skráðar heimsóknir og um 2100 síðastliðinn mánuð, flestar 317 á einum degi. Á meðan auglýsingar á vegum símenntunarmiðstöðva voru í loftinu og kynntu vefinn, bárust einnig í gegnum ráðgjafahluta hans um 30 fyrirspurnir sem flestar tengdust raunfærnimati eða óloknu framhaldsskólanámi. Ráðgjöfinni á vefnum er ætlað að auka sýnileika og einfalda aðgengi að þeirri náms- og starfsráðgjöf sem fyrir er. Hvert erindi er þannig metið og vísað til þess ráðgjafa sem líklegastur er til að geta aðstoðað.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is