Select Page

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og IÐAN-fræðslusetur vinna að þriggja ára Evrópuverkefni fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytið sem ber heitið VISKA (Visible Skills of Adults). Markmið verkefnisins er að auka sýnileika á starfshæfni innflytjenda og bæta aðgengi þeirra að raunfærnimati.

Helen Gray, þróunarstjóri hjá IÐUNNI-fræðslusetri var í viðtali á Bylgjunni í morgun að segja frá verkefni þar sem sjónum er beint sérstaklega að Pólverjum sem búa hér og vinna, þar sem þeim verður boðið uppá raunfærnimat í húsasmíði eða málaraiðn. Pólverjar urðu fyrir valinu þar sem þeir eru stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. N.k. fimmtudag verður kynningafundur í húsakynnum Iðunnar, fræðsluseturs að Vatnagörðum þar sem nánar verður farið yfir raunfærnimatið.

Hlusta má á viðtalið við Helen hér.

Nánari upplýsingar má fá hjá FA og IÐUNNI og á heimasíðu VISKA verkefnisins www.viskaproject.eu og einnig í grein í Gátt um VISKA:  http://frae.is/wp-content/uploads/2018/08/Gatt_2017_30-32_web.pdf

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is