Select Page

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) afhenti fulltrúum fræðslusetursins Starfsmennt þann 12. desember, formlegt skírteini um endurnýjun á EQM  gæðavottun fræðsluaðila og EQM+. Gæðavottun EQM (European Quality Mark) staðfestir að færðslusetrið Starfsmennt stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfseminnar og EQM+ staðfestir gæði raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og er vottunin liður í starfsemi hennar og miðar að auknum gæðum í fræðslu fullorðinna, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Vaxandi – Ráðgjöf sá um gæðaúttektina fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Á mynd frá vinstri: Bergþóra Guðjónsdóttir verkefnastjóri Starfsmennt, Hildur Betty Kristjánsdóttir sérfræðngur FA, Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri FA, Guðfinna Harðardóttir framkvæmdastjóri Starfsmennt, Björg Valsdóttir skrifstofustjóri Starfsmennt, Sólborg Alda Pétursdóttir verkefnastjóri Starfsmennt og Soffía Guðný Santacroce verkefnastjóri Starfsmennt.

 

 

 

 

 

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is