Select Page

Dagana 14. og 15. Júní var haldin raunfærniamtsráðstefna á vegum CEDEFOP í Brussel sem bar heitið European Validation Festival: Unlocking Talents in Europe. Uppistaða ráðstefnunnar var markaðstorg þar sem 40 aðilum var boðið að koma og kynna verkefni sín. Þremur fulltrúum FA var boðið á ráðstefnuna með stuðningi CEDEFOP. FA kynnti þar raunfærnimatskerfi framhaldsfræðslunnar og IÐAN-fræðslusetur kynnti raunfærnimatsleiðir sínar. Boðið var upp á 12 vinnustofur á ráðstefnunni í tveimur lotum. FA var með kynningu á því hvernig einstaklingur fer í gegnum raunfærnimatsferlið í vinnustofu þar sem fjallað var um Upskilling pathways. Um 300 manns sóttu ráðstefnuna og var hún því gagnleg til að efla tengslanet og afla nýrra hugmynda í tengslum við þróun raunfærnimats hér á landi. CEDEFOP mun taka saman niðurstöður úr vinnustofum og kynna á ráðstefnuvefnum á næstunni.

Á mynd frá vinstri; þátttakendur frá Íslandi: Akeem Cujo (Ísland Panorama Center), Fjóla María Lárusdóttir (FA) Sveinn Aðalsteinsson (FA), Hildur Elín Vignir (IÐAN), Edda Jóhannesdóttir (IÐAN) og Haukur Harðarson (FA). Á myndina vantar Margréti Jóhannsdóttur frá Rannís.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is