Select Page

Þrír starfsmenn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins tóku þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um náms-og starfsráðgjöf sem fór fram í Gautaborg 1.4.okóber sl. Um 750 þátttakendur frá fjölmörgum löndum tóku þátt í ráðstefnunni.

Yfirskrift ráðstefnunar var „A Need for Change“ og bar hún sannarlega nafn með rentu. Rauði þráður ráðstefnunnar var félagslegt réttlæti fyrir alla í samfélaginu. Dregið var fram mikilvægi þess að mæta einstaklingnum þar sem hann er og stuðla að samvinnu hagsmunaaðila og fagfólks við að styðja ungt fólk sem og fullorðna í færniuppbyggingu sinni.

Fjóla María Lárusdóttir hélt erindi um þá ráðgjöf sem fer fram á vettvangi framhaldsfræðslunnar á Íslandi í gegnum samstarf FA og símenntunarmiðstöðvanna.

Hildur Hrönn Oddsdóttir kynnti samvinnu Norðurlanda á sviði fullorðinsfræðslu í gegnum NVL en NVL stendur fyrir Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Þá var ráðgjafanet NVL með vinnustofu þar sem verkefni netsins voru kynnt ásamt því stóð netið fyrir umræðum um mikilvægi tengslaneta í ráðgjöf. Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir á sæti í netinu og kynntu hún á vinnustofunni mikilvægi ráðgjafar í raunfærnimatsferlinu.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is