Select Page

Ráðstefna um nám fullorðinna, þróun dreifbýlis og gagnvirka skapandi tækni fer fram á Grand hótel 27.september kl. 9-16

Auktu leikni þína og taktu þátt í umræðum um hlutverk menntastofnana á landsbyggðinni og hvernig nám og menntun geti stutt við þróun landsbyggðarinnar. Ráðstefnan verður vettvangur samtals um rannsóknarsetur háskóla, háskóla símenntunarmiðstöðva og annarra sem koma að námi fullorðinna á landsbyggðinni. Sömuleiðis býðst tækifæri til að auka leikni sína í notkun nýrra verkfæra sem nýtast við nám og kennslu.

Upplýsingar má finna á heimasíðu  hér

Dagskrá og skráning hér

 

NVL tengslanetið DISTANS hefur unnið með nám fullorðinna og upplýsingatækni í meira en 10 ár. Meðlimir koma frá hverju norðurlandanna: Finnlandi, Álandseyjum, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. DISTANS hefur boðið upp á ýmsan stuðning við kennara, verkefnastjóra og aðra sem koma að námi fullorðinna og vilja vinna með það sem við köllum í dag, Gagnvirka, skapandi tækni. Atburðir DISTANS skapa fólki tækifæri til að deila reynslu og læra hver af öðrum. Tengslanetið vinnur að því að dreifa þekkingu um veflægt nám og auka tilboð fjarnáms fyrir fullorðna á öllum stigum náms.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is