Select Page

Norrænt málþing sérfræðinga um PIAAC (Programme for International Assessment of Adult Comptencies) var haldið 21. nóvember í Stokkhólmi.  Fulltrúar í sérfræðinganeti NVL um grunnleikni sóttu málþingið en í því sitja tveir starfsmenn FA.  Fyrirlesarar á málþinginu voru sammála um mikilvægi PIAAC rannsóknarinnar og samstarfs Norðurlandanna um rannsóknir sem byggja á niðurstöðum hennar.

Umfjöllunarefni málþingsins voru meðal annars:

  • Nýlegar niðurstöður frá OECD á greiningum á gögnum úr PIAAC.
  • Starfstengt nám á Norðurlöndunum, árangur og áskoranir varðandi þátttöku fullorðinna.
  • Samanburður á niðurstöðum úr PISA og PIAAC þar sem dregið var fram hversu mikið forspárgildi PISA hefur um hæfni fullorðinna í þeim þáttum sem rannsakaðir eru í PIAAC þ.e. læsi, talnaleikni og notkun upplýsingatækni við úrlausn daglegra verkefna.
  • Hvernig upplýsingar úr PISA og PIAAC geta gefið vísbendingar um hverjir falli í „NEET“ hópinn, það er ungt fólk sem er óvirkt á vinnumarkaði og sækir ekki nám eða þjálfun.
  • Mikilvægi almennra greina í starfsmenntun og langtíma áhrif þeirra á læsi á fullorðinsaldri.

Nánar um PIAAC í Gátt 2013 og Gátt 2015

Á mynd eru fulltrúar í NVL hópi um grunnleikni.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is