Select Page

Námskeið haldið dagana 19.-20.október 2017

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, NVL, Starfsmennt, EPALE og Euroguidance stóðu fyrir námskeiði um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu – Worklife guidance.  Leiðbeinandi var Teea Oja, frá Oulu í Finnlandi. Hún hefur unnið sem náms- og starfsráðgjafi með einstaklingum og hópum, þróað aðferðir og fjölbreytt verkfæri sem nýta má í ráðgjöf  en hún hefur tekið þátt í fjölda verkefna er snúa að slíkri þróun. Teea hefur þjálfað náms- og starfsráðgjafa, kennara, stjórnendur og lykilstarfsmenn í ráðgjöf. Í doktors-verkefni sínu sem hún vinnur nú að skoðar hún reynslu fullorðinna af ráðgjöf á vinnustað, hverjar væntingar fólks eru til slíkrar ráðgjafar og jafnframt hvort ráðgjöfin mætir þeim væntingum? Á námskeiðinu var fjallað um leiðir til að ná tengingu við fyrirtækin og þjálfun og fræðslu til lykilstarfsmanna um hvernig nýta megi aðferðir og verkfæri ráðgjafar, á vinnustöðum, með það að markmiði að hvetja starfsmenn til hæfniþróunar.

Um 50 manns sóttu námskeiðið, en auk ráðgjafa og verkefnastjóra símenntunarmiðstöðva, voru náms- og starfsráðgjafar frá Vinnumálastofnun og Virk, og fræðslu- og mannauðsstjórar frá opinberum stofnunum.

Teea Oja hefur áður komið hingað til lands og var samstarfsaðili FA í Erasmus+ verkefni sem stóð yfir á árunum 2014 – 2016 um Ráðgjöf í atvinnulífinu / Worklife guidance, sjá hér  og grein í Gátt.  Hún tók einnig á móti hópi ráðgjafa símenntunarmiðstöðvanna sem heimsóttu Oulu í september 2016.  

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is