Select Page

Nýlega kom þriðja útgáfa upplýsinga- og ráðgjafavefjarins Næstaskref.is út. Í tilefni af því hefur Arnar Þorsteinsson, umsjónamaður vefjarins skrifað grein í Gátt 2018. Þar lýsir hann ferlinu við þróun  vefjarins, bæði innihaldi, útliti og viðmóti.  Tilgangur vefsvæðisins hefur ekki breyst, hann er fyrst og fremst að auðvelda aðgengi að hlutlausum upplýsingum um nám og störf auk þess að gera ráðgjöf á því sviði aðgengilega á netinu.

Vefurinn var í upphafi hluti viðamikils Evrópuverkefnis sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stýrði verkefninu. Í undirbúningi vefjarins var formlegt samstarf við Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf auk þess sem talsvert samráð var haft við mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og ýmsa aðila vinnumarkaðarins. Lesið grein Arnars hér.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is