Select Page

Dagana 4.-8. júní voru hér 12 sérfræðingar frá Slóveníu í heimsókn (Erasmus KA1) til að kynna sér starfsemi FA og samstarfsaðila. Helmingur sérfræðinganna vann að GOAL verkefninu í Slóveníu og komst þannig í tengingu við fulltrúa hjá FA (sjá nánar um GOAL verkefnið – Guidance and Orientation for Adult Learners: www.projectgoal.eu og www.adultguidance.eu).

Hópurinn fékk kynningu á framhaldsfræðslukerfinu hjá FA og innsýn í framkvæmd hjá MSS, Mími, IÐUNNI og Tækniskólanum.

Sérfræðingarnir voru mjög áhugasamir um raunfærnimatið, ráðgjöfina og samstarf við fyrirtækin. Ljóst er að við getum jafnframt lært margt af þeim, m.a. er unnið að hæfnistefnu þar í landi og mikið til af verkfærum í raunfærnimati.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is