Select Page

Bryndís Arnardóttir ritar grein vikunnar í Gátt 2018 sem ber yfirskriftina Löngun til þess að fara í listnám. Í greininni fjallar hún um listþörfina og áhrif hennar á einstaklinginn meðal annars til þess að miðla hugmyndum sínum á skapandi, frjóan og frumlegan hátt. Bryndís hefur í samstarfi við SÍMEY þróað nám ætlað fólki á vinnumarkaði 20 ára og eldra með stutta formlega skólagöngu að baki sem hefur áhuga á skapandi starfi. Höfuðmarkmið námsins er meðal annars að veita einstaklingum tækifæri til að styrkja færni sína í myndlist, listasögu og sköpun í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms á sviði lista, auðvelda þeim að örva og nýta skapandi hæfileika sína og koma auga á ný tækifæri í framtíðinni.

Lesið meira hér

Fleiri greinar úr Gátt má lesa hér

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is