Select Page

DISTANS, net NVL um beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu, ætlar að deila reynslu sinn með Íslendingum á ráðstefnu sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík 27. september kl. 9-16.

Af því tilefni er umfjöllun um þema ráðstefnunnar, sem er upplýsingatækni og byggðaþróun, efni fyrstu greinarinnar í Gátt 2018. Fram að ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verða stakar greinar birtar en ritið í heild fer eins og fyrr í loftið á ársfundinum.

Á ráðstefnu sem DISTANS stóð fyrir í Þórshöfn í Færeyjum fyrr á þessu ári deildu fulltrúar netsins reynslu sinni af stafrænum lausnum. Fulltrúi Færeyinga í ritstjórn DialogWeb, rafrænu fréttabréfi NVL, Kristianna Winther Poulsen tók þátt í ráðstefnunni og hún ræddi við nokkra fulltrúa í DISTANS um reynslu þeirra af upplýsingatækni og menntun í dreifbýli. Leyfi til að þýða greinina yfir á íslensku fékkst góðfúslega og hægt er að lesa hana hér.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is