Select Page

23. febrúar var haldinn fundur í ráðgjafaneti FA í húsnæði Iðunnar fræðsluseturs að Vatnagörðum. Þrátt fyrir leiðindaveður sóttu fundinn 16 fulltrúar frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt auk starfsmanna FA. Nokkrir fylgdust með fundinum á netinu en honum var einnig streymt.

Á fundinum var farið yfir verkefni síðasta árs og þá vinnu sem framundan er á þessu ári. Farið var yfir samantekt úr ársskýrslum og tölur úr ráðgjöfinni fyrir árið 2017 og fjallað um reynsluna af skráningu í nemendabókhaldskerfið INNU. Kynnt var vinna við Erasmus+ þróunarverkefni sem eru í gangi hjá FA, þá bæði GOAL verkefnið sem var að ljúka  og VISKA verkefnið sem fór af stað árið 2017 og snýr að því að gera hæfni innflytjenda sýnilega.

Eftir kaffi var kynnt dæmi um hvernig unnið er með nemendum sem eru í brotthvarfshættu, sagt frá hvernig staðan á vinnu við vefinn NæstaSkref.is er og byrjað var að safna saman verkfærum og aðferðum ráðgjafa, í verkfærakistu ráðgjafanets FA.

Næsti samráðsfundur ráðgjafnetsins verður haldinn á haustdögum.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is