Select Page

Fundur ráðgjafanets FA var haldinn 22. febrúar s.l. í húsnæði Iðunnar fræðsluseturs að Vatnagörðum 20. Fundinn sóttu 22 fulltrúar frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt (þar af fjórir á fjarfundi), auk starfsmanna FA.

Á fundinum var farið yfir starfsáætlun FA fyrir árið 2019, verkefni síðasta árs og þá vinnu sem framundan er á þessu ári varðandi náms- og starfsráðgjöfina. Farið var yfir samantekt úr ársskýrslum og tölur úr ráðgjöfinni fyrir árið 2018. Einnig var kynnt Norrænt net um nám fullorðinna (NVL) og sérstaklega það net sem snýr að náms- og starfsráðgjöf.

Seinni hluta dagsins var námskeið á vegum VISKA verkefnisins, sem er Erasmus+ þróunarverkefni og snýr að því að gera hæfni innflytjenda sýnilega. Á námskeiðinu var starfsemi ENIC/NARIC matsskrifstofunnar kynnt. Þá var fræðsla um Menningarhæfni í starfi og Vinnu með túlkum – hlutverk og siðareglur.

Næsti samráðsfundur ráðgjafnetsins verður haldinn á haustdögum.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is