Select Page

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (GOAL) 

Fer fram 14. desember 2017 kl. 9:00 – 12:00 að Golfskálanum í Garðabæ – GKG golf, Vífilsstaðavegi 210 Garðabæ

Lokaráðstefna  Evrópuverkefnisins „Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna“ (Guidance and Orientation for Adult Learners ― GOAL) verður haldin 14. desember n.k. Í verkefninu var unnið að því að undirbúa og framkvæma stefnumótandi tilraun þar sem náms- og starfsráðgjöf fyrir  fólk sem sækir síður en aðrir í nám, var þróuð og árangur af henni metinn. Sérstök áhersla var lögð á samstarf þjónustuaðila og tílvísanir inn í ráðgjöf um nám, hjá símenntunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu (Mímir) og á Suðurnesjum (MSS). Verkefnið heyrir undir aðgerðaráætlun þrjú (Erasmus Key action 3) sem veitir styrki í verkefni þar sem þróaðar eru nýjungar í menntamálum í alþjóðlegu samstarfi og er ætlað að hafa stefnumótandi áhrif.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stýrir verkefninu í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Samstarfsaðilar eru Menntavísindastofnun, Mímir og Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum.   Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá

8:45 – 9:00        Skráning og morgunkaffi
9:00 – 9:10        Opnun og ávarp mennta- og menningarmálaráðherra
9:10 – 9:30        GOAL verkefnið – markmið og leiðir
9:30 – 10:00      Niðurstöður rannsóknar
10:00 – 10:15     Kaffi
10:15 – 10:40     Reynsla ráðgjafa
10:40 – 11:00     Reynsla samstarfsaðila
11:00 – 11:20     Umræður á borðum
11:20 – 11:50     Umræður í panel
11:50 – 12:00     Samantekt

Fundarstjóri: Gísli Rúnar Pálmason, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á www.projectgoal.eu 

Skráning er hér

Nánari upplýsingar
Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir (gigja@frae.is)
Fjóla María Lárusdóttir (fjola@frae.is)

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is