Select Page

Guidance and counselling for low-educated adults: from practice to policy

Um er að ræða 2ja daga ráðstefnu þar sem heildarniðurstöður GOAL verkefnisins verða kynntar. Í verkefninu var unnið að þróun námsráðgjafar fyrir jaðarhópa/fólk sem sækir síður í nám. Fræðsluaðilar í þátttökulöndunum sex buðu upp á námsráðgjöf fyrir markhópinn í samstarfi við hagsmunaaðila og var árangur af henni metinn. Á ráðstefnunni gefst stefnumótendum og fagaðilum vítt og breytt um Evrópu tækifæri til að afla sér þekkingar um lærdóm GOAL verkefnisins og ræða þær tillögur að stefnumótun sem komu úr verkefninu.

Nánari upplýsingar og skráning hér

Verkefnið GOAL (Guidance and Orientation for Adult Learners) er þróunar- og stefnumótunarverkefni, stutt af Evrópusambandinu (Erasmus+ Key action 3), en slík verkefni miða að þróun menntamála í gegnum alþjóðlegt samstarf. Auk Íslands eru þátttakendur frá Hollandi, Tékklandi, Slóveníu, Litháen, Tyrklandi og Belgíu sem jafnframt er í forystu fyrir verkefnið. Breskur matsaðili stýrir rannsóknum á niðurstöðum verkefnisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er í forsvari fyrir verkefnið hér á landi fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Mímir-símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) eru framkvæmdaaðilar. Menntavísindastofnun HÍ sér um rannsókn á hvernig til tekst í verkefninu hér á landi.

Nánari upplýsingar um GOAL verkefnið hér á landi veita:

Fjóla María Lárusdóttir (fjola@frae.is)

Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir (gigja@frae.is)

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is