Select Page

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var haldin að Grand Hótel 30.nóvember s.l. og sóttu tæp 80 manns fundinn. Yfirskrift fundarins var Hæfnistefna til hvers? Fundurinn var haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Ávarp flutti Kristín Þóra Harðardóttir, formaður stjórnar FA. Aðalfyrirlesari var Gina Lund, framkvæmdastjóri Færnistofnunarinnar í Noregi (Kompetanse Norge) en hún kynnti vinnu við mótun hæfnistefnu Norðmanna sem og stefnuna sjálfa. Fundastjóri var Eyrún Valsdóttir, varaformaður stjórnar FA. Þá voru fyrirmyndum í námi fullorðina veittar viðurkenningar. Þá voru pallborðsumræðum þar sem umræðuefnið var tilgangur hæfnistefnu og hvort Íslendingar ættu að fara að fordæmi Norðmanna í gerð hæfnistefnu og spurningum úr sal svarað. María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF stjórnaði umræðum en þátttakendur voru Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnissviðs SA, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, fagstjóri starfsmenntamála VR og Sigrún Árnadóttir, verkefnastjóri Hölda.

Glærur frá fyrirlestri Ginu Lund: Norwegian Strategy for Skills Policy

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is