Gott málþing

Tæplega 80 manns sóttu málþing Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fræðslusjóðs, menntamálaráðuneytisins og NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna), Nýjar áherslur í framhaldsfræðslunni, sem haldið var 7. sept. sl. í Reykjavík. Erindi fluttu menntamálaráðherra, sérfræðingar menntamálaráðuneytis og Fræðslumiðstöðvarinnar, fulltrúar atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðva. Mjög líflegar og góðar umræður sköpuðust að loknu hverju erindi enda var gert ráð fyrir rúmum tíma í umræður. Formaður stjórnar fræðslusjóðs tók síðan saman í lokin helstu punkta málþingsins.

Umræðupunktum var safnað saman og munu nýtast í starfi FA, Fræðslusjóðs og ráðuneytisins sem og símenntunarmiðstöðva.

Tenglar (hljóðupptökur og glærur) á erindin má finna hér:

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra - Opnunarávarp

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, menntamálaráðuneytinu
Sveinn Aðalsteinsson, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins - Upskilling pathways - hæfniþróun í atvinnulífinu.

Áslaug Hulda Jónsdóttir,  Samtök verslunar og þjónustu - Sýn atvinnurekenda á nám í atvinnulífinu

Fjóla Jónsdóttir, Efling stéttarfélag - Sýn stéttarfélaga á nám í atvinnulífinu

Inga Dóra Halldórsdóttir, Símenntunarmiðstöð Vesturlands
Særún Rósa Ástþórsdóttir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - Sýn Kvasis, samtök símenntunarmiðstöðva á nám í fyrirtækjum