Nýsköpunarverkefni "Þjálfun í gestrisni"

Nýsköpunarverkefni: Þjálfun í gestrisni
Dagsetning: 28. september kl. 08:30 - 10:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Margrét Reynisdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir kynna ,,Þjálfun í gestrisni - Raundæmi og verkefni". Þátttakendur fá að prófa hluta af þjálfunarefninu á staðnum. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skráning HÉR

Lesa meira »

Gott málþing

Tæplega 80 manns sóttu málþing Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fræðslusjóðs, menntamálaráðuneytisins og NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna), Nýjar áherslur í framhaldsfræðslunni, sem haldið var 7. sept. sl. í Reykjavík.

Lesa meira »

Samstarf Rafiðnaðarskólans og FA

Rafiðnaðarskólinn og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa undirritað samning um að FA taki að sér verkefnastýringu og veiti kennslufræðilega ráðgjöf fyrir verkefnið Þróun gagnvirks kennsluefnis í tæknigreinum.

Lesa meira »