Hæfnistefna til hvers?

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl.13:15 - 16:30.

Allir velkomnir, en við viljum biðja þá sem vilja taka þátt að skrá sig hér

Yfirskrift fundarins er Hæfnistefna til hvers? Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Aðalfyrirlesari verður Gina Lund, framkvæmdastjóri Færnistofnunarinnar i Noregi (Kompetanse Norge) sem kynnir vinnu við mótun hæfnistefnu Norðmanna sem og stefnuna sjálfa en erindi hennar verður á ensku. Hægt er að skoða stefnuna hér. Þá verða fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar. Dagskrána er að finna hér. 

Lesa meira »

,,Ég er ekki ennþá heima bara"

Lokaráðstefna Evrópuverkefnisins Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (GOAL) 

Goaesb Goal

Dagsetning: 14. desember 2017 kl. 9:00 - 12:00

Staður: Golfskálinn í Garðabæ - GKG golf, Vífilsstaðavegi 210 Garðabæ

Lokaráðstefna  Evrópuverkefnisins "Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna" (Guidance and Orientation for Adult Learners ― GOAL) verður haldin 14. desember n.k. Í verkefninu var unnið að því að undirbúa og framkvæma stefnumótandi tilraun þar sem náms- og starfsráðgjöf fyrir jaðarhópa/ fólk sem sækir síður í nám var þróuð og árangur af henni metinn. 

Lesa meira »

Alþjóðleg lokaráðstefna GOAL verkefnisins

Goaesb Goal

 

Í Brussel 17.-18. janúar 2018

Guidance and counselling for low-educated adults: from practice to policy 

Um er að ræða 2ja daga ráðstefnu þar sem heildarniðurstöður GOAL verkefnisins verða kynntar. Í verkefninu var unnið að þróun námsráðgjafar fyrir jaðarhópa/fólk sem sækir síður í nám. Fræðsluaðilar í þátttökulöndunum sex buðu upp á námsráðgjöf fyrir markhópinn í samstarfi við hagsmunaaðila og var árangur af henni metinn. 

Lesa meira »