Náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu

Námskeið haldið dagana 19.-20.október 2017

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, NVL, Starfsmennt, EPALE og Euroguidance stóðu fyrir námskeiði um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu - Worklife guidance.  Leiðbeinandi var Teea Oja, frá Oulu í Finnlandi. Hún hefur unnið sem náms- og starfsráðgjafi með einstaklingum og hópum, þróað aðferðir og fjölbreytt verkfæri sem nýta má í ráðgjöf  en hún hefur tekið þátt í fjölda verkefna er snúa að slíkri þróun. 

Lesa meira »

Samið um starfsemi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar næstu þrjú árin

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, undirritaði í dag þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) um að hýsa verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til rúmlega 50 m.kr. á ári til verkefnisins næstu þrjú árin frá og með 2018. Markmið verkefnisins er að auka gæði og hæfni í ferðaþjónustu, einkum framlínustarfsmanna og millistjórnenda. Í því samhengi verður sérstaklega horft að fræðslu sem aðlöguð er starfsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu og fer fræðslan fram inni í fyrirtækjunum eins og kostur er. 

Lesa meira »