Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

17. febrúar fór fram 33. fundur í ráðgjafaneti FA. Fundurinn var haldinn í húsnæði Mímis, Höfðabakka 9, og sóttu hann 22 fulltrúar frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt.

Farið var yfir samantekt úr ársskýrslum og tölur úr ráðgjöfinni fyrir árið 2016 og sagt frá niðurstöðum  þjónustukannana  sem lagðar voru fyrir notendur. Einnig var fjallað um gæði í ráðgjöf og farið yfir nýtt greiðslumódel Fræðslusjóðs vegna viðtala.  Eftir hádegi var INNA nemendabókhaldskerfið kynnt og þá sérstaklega skráning viðtala í ráðgjöfinni.  Ráðgjafar lýstu yfir mikilli ánægju með kerfið og augljóst að skráning verður öll miklu einfaldari. Að því loknu var fjallað um Erasmus+ þróunarverkefni hjá FA, tengd ráðgjöfinni; Ráðgjöf í atvinnulífinu, Þróun náms-og starfsráðgjafar í atvinnulífinu og GOAL.

Eftir kaffi voru kynntar niðurstöður úr MA verkefni í náms- og starfsráðgjöf um athugun á hversu margir ljúka formlegri prófgráðu eftir raunfærnimat.  Sagt var frá Hæfnisetri í ferðaþjónustu sem er nýtt verkefni í umsjá FA og að lokum fjallað um vefina Namogstorf.is og NæstaSkref.is.

Umsjón: Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir.

Radgjafar 17217