Alastair Creelman á ársfundi FA

Aðalfyrirlesari á ársfundi FA, Lærum í skýinu, var Alastair Creelman sérfræðingur við Linnéháskólann í Kalmar.  Alastair veitir ráðgjöf um notkun rafrænna miðla við nám og kennslu og jafnframt tækifærin sem felast í að nota fjölbreytta miðla til að ná til  ólíkra námsmannahópa. Alastair hefur sérstakan áhuga á samfélagsmiðlum og opnum námstækifærum yfirskrift erindis hans var: New arenas for learning - extending the discussion

Glærurnar frá fyrirlestri hans eru aðgengilegar á http://www.slideshare.net/alacre/arenas-for-learning