Worklife guidance - why, what and how?

Lokaráðstefna Worklife guidance verkefnisins, sem er Erasmus+ KA2 verkefni styrkt af Evrópusambandinu, verður haldin 3.júní n.k. í Culemborg í Hollandi, undir yfirskriftinni:

Worklife Guidance - why, what and how?

Um er að ræða samstarfsverkefni fimm landa; Austurríkis, Finnlands, Hollands, Svíþjóðar og Íslands.

Símenntun fer að miklu leyti fram á vinnustöðum með þjálfun og þróun á færni starfsmannsins.  Ráðstefnan beinir sjónum að vinnustaðnum sem námsumhverfi og verða kynntar afurðir Worklife Guidance verkefnisins. Verkefnið fjallar um að tengja saman aðferðir sem notaðar eru við ráðgjöf á vinnustað; til að greina fræðsluþarfir starfsmanna á vinnustöðum; raunfærnimat og mannauðsstjórnun. Hönnuð hefur verið verkfærakista með verkfærum og dæmum sem nýst geta í ráðgjöf fyrir fólk á vinnumarkaði og í samstarfi við fyrirtæki.  

Á ráðstefnunni munu hollenskir sérfræðingar einnig fjalla um stöðu starfsmannsins frá ýmsum hliðum og hlutverk ævilangrar náms-og starfsráðgjafar.

Sjá dagskrá HÉR.

Skráning fer fram á: http://cl3s.com/registration/ 

Frekari upplýsingar veita: Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir [email protected]  og Fjóla María Lárusdóttir [email protected]