Þriðji fundur samráðshóps GOAL verkefnisins

Samráðshópur GOAL verkefnisins (Guidance and Orientation for Adult Learners) kom saman í þriðja sinn í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 13. desember. Á fundinum fóru verkefnastjórar yfir stöðu verkefnisins, en margt bendir til þess að mun erfiðara sé að ná til þeirra hópa sem sækja síst í nám. 

Lesa meira »

Aðalfundur

Aðalfyrirlesari á ársfundi FA, Lærum í skýinu, var Alastair Creelman sérfræðingur við Linnéháskólann í Kalmar. 

Lesa meira »

Snepill um náms- og starfsráðgjöf

Nýjasta tölublað Snepils var að koma út. Líkt og fyrri tölublöð er umfjöllunarefnið hin ýmsu svið og verkefni sem unnið er að hjá FA. Í þessu tölublaði eru nýjustu fréttir af náms- og starfsráðgjöf.

Lesa meira »

Glærur frá ársfundi

Á ársfundi FA sem haldin var 30. nóvember s.l. kynntu Rannís og MSS tvö af þeim tólum sem þau nýta til að miðla upplýsingum til samstarfsaðila sinna; fagfólks og nemenda.

Lesa meira »

Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2016

Lærum í skýinu var yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem haldin var á Grand hótel 30. nóvember s.l. Af því tilefni voru veittar viðurkenningar til fyrirmynda í námi fullorðinna, en sú viðurkenning hefur verið veitt árlega frá 2007.

Lesa meira »

Lærum í skýinu

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember.
Allir velkomnir, en við viljum biðja þá sem vilja taka þátt að skrá sig  hér.
Fundurinn verður haldinn á Grand hótel í Reykjavík og hefst kl. 13:30. 

Lesa meira »

Snepill um Næsta Skref

Ný Snepill, ör-fréttablað Fræðslumiðstöðvarinnar var að koma út. Er þetta fjórði Snepillinn sem kemur út á skömmum tíma. Í nýjasta Sneplinum er fjallað um vefinn Næsta skref, alhliða upplýsinga- og ráðgjafavef um nám og störf á Íslandi. 

Lesa meira »

Opnir miðlar og námssamfélög

Boðið er upp á  vinnustofu fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu þann 1. desember 2016 þar sem fjallað verður um nýjungar og þróun innan upplýsingatækni með áherslu á opna miðla og námssamfélög.

Lesa meira »

Spennandi ráðstefna

Við vekjum athygli á spennandi viðburði. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, NVL, Erasmus+, EPALE og Euroguidance ætla í sameiningu að standa fyrir ráðstefnu um náms- og starfsráðgjöf 9. nóvember næstkomandi. 

Lesa meira »

Þrír Sneplar komnir út

Snepill LOGO

Að undanförnu hafa þrír Sneplar, ör-fréttabréf FA, komið út. Þar gera sérfræðingar FA örstutta grein fyrir því sem efst er á baugi hverju sinni. Snepill er einnig sendur öllum samstarfsaðilum FA.

Lesa meira »

Sveinn Aðalsteinsson nýr framkvæmdastjóri FA

Sveinn Aðalsteinsson tók við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 1. júní sl. Hann tekur við af Ingibjörgu E. Guðmundsdóttur sem gegnt hefur því frá stofnun Fræðslumiðstöðvarinnar en lét af störfum sakir aldurs.

Lesa meira »

Rafrænar viðurkenningar

Hvað eru rafrænar viðurkennningar og hvernig tek ég fyrstu skrefin?

Þann 9. febrúar næstkomandi verður haldin önnur vefstofa í tengslum við verkefnið  "Open badges for adult educators".

Lesa meira »

Nýr þjónustusamningur

Þann 14. desember sl. var undirritaður samningur á milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um vinnu við verkefni á sviði framhaldsfræðslu sem gildir frá 1. janúar 2016 til ársloka 2021.

Lesa meira »