Open Badges – nýtt nafn og áframhaldandi veiting merkisins

Adeomynd

Fræðslumiðstöðin er þátttakandi í norrænu samstarfsverkefni um rafrænar viðurkenningar fyrir þá sem starfa í fullorðinsfræðslu. 

Nú er tilraunafasa verkefnisins lokið en 17 aðilar tóku þátt, þar af 4 íslendingar sem hafa fengið merkið fyrir framlag sitt um fullorðinsfræðslu á rafrænum miðlum.

Í framhaldi af tilraunafasanum fékk merkið nýtt nafn AdEO sem stendur fyrir Adult Educators Online.

Ákveðið var að veita áhugasömum áfram möguleika að öðlast merkið og hvet ég alla þá sem tengjast fullorðinsfræðslu að gera það.
Sækja má um merkið HÉR.

Sýna þarf fram á 5 mismunandi framlög á rafrænum miðlum, framlög sem tengjast kennslu fullorðinna eða fullorðinsfræðslu í víðasta skilningi. Upplýsingar mega vera á íslensku og ekki er verið að leita eftir flóknum eða fræðilegum framlögum. Ég hvet ykkur öll til að skoða þetta, þó ekki nema til að kynnast þessu fyrirbæri "Open Badges" sem er hugsanlega eitthvað sem þið viljið nota í ykkar starfsemi.

Þeir sem vilja frekari upplýsingar eða fá sendar leiðbeiningar á íslensku geta haft samband hér: [email protected]

Fyrir þá sem efast þá höfum við búið til Quiz (spurningakönnun) sem er nú meira til gamans gerð - og þó! Endilega takið prófið HÉR.